Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að sömu mistök hafi verið gerð varðandi Pierre-Emerick Aubameyang og voru gerð með Mesut Özil.
Framtíð Aubameyang var í óvissu í fyrra en hann gerði svo nýjan þriggja ára samning við Arsenal. Aubameyang, sem er fyrirliði Arsenal, hefur aðeins skorað níu úrvalsdeildarmörk á tímabilinu og var á bekknum í fyrri leiknum gegn Slavia Prag í Evrópudeildinni.
Merson segir að þetta minni á það þegar Özil gerði stóran þriggja ára samning 2018 en eftir það lá leiðin hratt niður.
Framtíð Aubameyang var í óvissu í fyrra en hann gerði svo nýjan þriggja ára samning við Arsenal. Aubameyang, sem er fyrirliði Arsenal, hefur aðeins skorað níu úrvalsdeildarmörk á tímabilinu og var á bekknum í fyrri leiknum gegn Slavia Prag í Evrópudeildinni.
Merson segir að þetta minni á það þegar Özil gerði stóran þriggja ára samning 2018 en eftir það lá leiðin hratt niður.
„Pierre-Emerick Aubameyang fékk þennan risastóra samning en hann er 31 árs svo við erum aftur í Mesut Özil stöðu. Það er eitthvað í gangi varðandi Aubameyang en ég veit ekki hvað það er," segir Merson.
„Á fimmtudag lék Arsenal stærsta leik sem liðið hefur spilað í langan tíma. Þeirra launahæsti leikmaður sat á bekknum. Það segir sitt. Þetta er nýtt Özil ástand."
Athugasemdir