Ondrej Kudela, varnarmaður Slavia Prag, hefur verið úrskurðaður í tíu leikja bann hjá UEFA fyrir kynþáttafordóma í garð Glen Kamara, miðjumanns Rangers.
Atvikið átti sér stað í leik liðanna í Evrópudeildinni í síðasta mánuði.
Atvikið átti sér stað í leik liðanna í Evrópudeildinni í síðasta mánuði.
Kudela neitaði sök en hann hefur nú verið dæmdur í tíu leikja bann eftir að UEFA rannsakaði málið.
Kudela var í banni gegn Arsenal í 8-liða úrslitunum í síðustu viku og hann verður nú í banni í síðari leiknum á morgun og átta Evrópuleikjum til viðbótar.
Kamara var einnig dæmdur í þriggja leikja bann af UEFA en hann brást illa við eftir fordómana og læti brutust út á meðal liðanna.
Athugasemdir