Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
Aftur í landsliðinu eftir langa fjarveru - „Þetta voru tvær aðgerðir í einni"
Ingibjörg segir skilið við Duisburg - „Þetta voru frekar langar vikur"
Lífið áfram gott í Lilleström - „Höfum fengið allt eins og venjulega"
Valið kom Kötlu ekki á óvart - „Ég var að bíða eftir þessu símtali"
Útskýrir af hverju hún valdi Ísland - „Brosti bara í bílnum"
Borgaði sjálfur fyrir Airbnb á Íslandi - „Það endaði með samningi"
Nokkrum kílóum léttari eftir langþráðan sigur - „Þá er bara spurning hvort við séum menn eða mýs“
Ómar um Zidane-snúninginn: Mistök sem hann gerir ekki aftur
Rúnar Páll: Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
   sun 14. apríl 2024 17:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við áttum ekki séns," sagði Mikael Nikulásson þjálfari KFA eftir 5-1 tap liðsins gegn Þór í Mjólkurbikarnum í dag.


Lestu um leikinn: Þór 5 -  1 KFA

„Mættum sennilega einu besta liði á Íslandi í dag að mínu mati. Þeir sýndu það á undirbúningstímabilinu. Þetta er frábært lið sem Siggi er búinn að búa til. Við mættum laskaðir, nýkomnir frá Spáni og búnir að æfa stíft," sagði Mikael.

„Við megum ekki við því þegar lið stillir upp sínu sterkasta liði á móti okkur. Þeir eru með betra lið en við, enda deild ofar og mér finnst líklegt að þeir vinni þá deild," sagði Mikael.

„Samt sem áður vorum við slakir í þessum leik, vorum þungir og hægir. Ég get sjálfum mér um kennt með þessa æfingaviku út á Spáni. Vonandi skila þær sér þegar Íslandsmótið hefst," sagði Mikael.

„Fannst þeir vera litlir"

„Ég er ekki ánægður með liðið, ánægður með vissa menn. Mér fannst þeir vera litlir. Við vorum nálægt því að fara upp í fyrra en þetta er munurinn, þetta er eitt besta ef ekki besta lið 1. deildar, alveg klárt," sagði Mikael.

MIklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KFA í vetur.

„Þetta eru mikið til ungir leikmenn og útlendingarnir komu seint, þeir voru ekkert sérstakir í dag en þetta er ágætis áminning fyrir menn. Ef menn vilja fara upp úr 2. deild í sumar og halda áfram í KFA þá þurfa menn að horfa á þennan leik hvað þeir þurfa að bæta, þetta var alltof auðvelt fyrir Þórsarana í dag," sagði Mikael.

VIðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner