„Við áttum ekki séns," sagði Mikael Nikulásson þjálfari KFA eftir 5-1 tap liðsins gegn Þór í Mjólkurbikarnum í dag.
Lestu um leikinn: Þór 5 - 1 KFA
„Mættum sennilega einu besta liði á Íslandi í dag að mínu mati. Þeir sýndu það á undirbúningstímabilinu. Þetta er frábært lið sem Siggi er búinn að búa til. Við mættum laskaðir, nýkomnir frá Spáni og búnir að æfa stíft," sagði Mikael.
„Við megum ekki við því þegar lið stillir upp sínu sterkasta liði á móti okkur. Þeir eru með betra lið en við, enda deild ofar og mér finnst líklegt að þeir vinni þá deild," sagði Mikael.
„Samt sem áður vorum við slakir í þessum leik, vorum þungir og hægir. Ég get sjálfum mér um kennt með þessa æfingaviku út á Spáni. Vonandi skila þær sér þegar Íslandsmótið hefst," sagði Mikael.
„Fannst þeir vera litlir"
„Ég er ekki ánægður með liðið, ánægður með vissa menn. Mér fannst þeir vera litlir. Við vorum nálægt því að fara upp í fyrra en þetta er munurinn, þetta er eitt besta ef ekki besta lið 1. deildar, alveg klárt," sagði Mikael.
MIklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KFA í vetur.
„Þetta eru mikið til ungir leikmenn og útlendingarnir komu seint, þeir voru ekkert sérstakir í dag en þetta er ágætis áminning fyrir menn. Ef menn vilja fara upp úr 2. deild í sumar og halda áfram í KFA þá þurfa menn að horfa á þennan leik hvað þeir þurfa að bæta, þetta var alltof auðvelt fyrir Þórsarana í dag," sagði Mikael.
VIðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan