Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   sun 14. apríl 2024 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Ödegaard fór meiddur af velli - Verður hann klár fyrir leikinn gegn Bayern?
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, fór meiddur af velli í 2-0 tapi liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag en óvíst er með þátttöku hans í mikilvæga leiknum gegn Bayern München á miðvikudag.

Norðmaðurinn gat ekki klárað leikinn þar sem hann fann til í löppinni en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fór ekki í smáatriði hvað væri nákvæmlega að hrjá hann.

Ödegaard var tekinn af velli á 79. mínútu en ekki er ljóst hvort þetta muni hafa áhrif á það hvort hann verði með gegn Bayern München í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag.

„Það var vandamál með löppina á honum. Það er ástæðan fyrir því að hann var tekinn af velli,“ sagði Arteta eftir leikinn.

Sóknartengiliðurinn er einn og ef ekki mikilvægasti leikmaður Arsenal en hann hefur komið að sautján mörkum í öllum keppnum á tímabilinu. Það væri svakaleg blóðtaka fyrir liðið að vera án hans gegn Bayern.

Arsenal gerði 2-2 jafntefli á Emirates á þriðjudag en liðið á ekki góðar minningar af því að mæta Bayern í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar. Bayern hefur fjórum sinnum kastað Arsenal úr úrslitakeppninni á nítján árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner