Stjarnan fær ÍA í heimsókn á Samsungvellinum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15, búið er að tilkynna byrjunarliðin.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 ÍA
Stjarnan vann FH 2-1 í fyrstu umferð Bestu-deildarinnar. Jökull Elísabetarson gerir eina breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn FH.
Alex Þór Hauksson víkur úr liðinu. Í hans stað kemur Emil Atlason. Emil missti af leiknum gegn FH þar sem hann var á fæðingardeildinni við það að verða faðir.
ÍA vann 1-0 sigur gegn Frömurum í síðustu umferð. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA heldur liði sínu óbreyttu frá þeim leik.
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason
23. Benedikt V. Warén
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
7. Haukur Andri Haraldsson
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Athugasemdir