Manchester United er sagt vera að skoða markverði fyrir sumargluggann. Staðan er vandamál fyrir United þar sem Andre Onana gerir of mikið af mistökum.
Samkvæmt heimildum talkSPORT er Man Utd að skoða japanska markvörðinn Zion Suzuki ítarlega.
Samkvæmt heimildum talkSPORT er Man Utd að skoða japanska markvörðinn Zion Suzuki ítarlega.
Suzuki er í dag leikmaður Parma og er metinn á um 40 milljónir punda.
Það sem er athyglisvert er að Man Utd byrjaði að skoða Suzuki fyrir tveimur árum síðan þegar hann var metinn á aðeins fimm milljónir punda. Hann var þá á mála hjá Urawa Red Diamonds í Japan en United ákvað þá að taka hann ekki.
Suzuki, sem er 22 ára, fór til Parma eftir að hafa verið á láni hjá Sint-Truiden í Belgíu og er í dag einn besti markvörður ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir