Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 14. maí 2017 19:37
Magnús Már Einarsson
Willum: Stefán kýlir hann og svo skella þeir saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR lagði ÍA 2-1 í Pepsi-deild karla í kvöld. Sigur KR var sanngjarn en Skagamenn gerðu atlögu að því að jafna í lokin eftir að hafa minnkað muninn úr umdeildri vítaspyrnu. Stefán Logi Magnússon kýldi fyrirgjöf í burtu en fór svo í Albert Hafsteinsson sem kom á fleygiferð.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 ÍA

„Mér fannst Stefán (Logi Magnússon) kýla hann og svo skella þeir saman," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir leik.

„Svona er fótboltinn. Mér fannst við stýra leiknum þangað til að þeir minnka muninn í lokinn og vex ásmeginn síðustu fimm mínúturnar."

Willum reiknar ekki með frekari breytingum á leikmannahópi KR áður en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.

„Við erum bara búnir að vera með athyglina og einbeitinguna á þessum leik. Við höfum verið að skoða í kringum okkur en það er ekkert í hendi. Ég á ekki von á því að það gerist mikið fyrir lokin," sagði Willum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir