Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. maí 2019 21:09
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-kvenna: Valur sigraði þrátt fyrir stórleik Birtu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 0 Stjarnan
1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('29)

Margrét Lára Viðarsdóttir gerði eina markið er Valur sigraði Stjörnuna í síðasta leik þriðju umferðar Pepsi Max-deildar kvenna.

Valur stjórnaði leiknum frá fyrstu til síðustu mínútu og hreinlega ótrúlegt að liðið hafi ekki skorað fleiri mörk. Stjörnustúlkur geta þakkað Birtu Guðlaugsdóttur í markinu fyrir það, því hún átti stórleik og varði hvert skotið fætur öðru.

Birta er aðeins 18 ára gömul og er þetta fyrsta markið sem hún fær á sig á tímabilinu, Stjarnan vann 1-0 í fyrstu tveimur umferðunum og fékk Birta mikið lof fyrir sína frammistöðu.

Valur er ásamt Breiðabliki á toppi deildarinnar með níu stig eftir þrjá leiki. Stjarnan er með sex stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner