Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. maí 2022 23:21
Brynjar Ingi Erluson
Werner treysti sér ekki til að koma inná
Thomas Tuchel
Thomas Tuchel
Mynd: EPA
Þýski framherjinn Timo Werner kom ekkert við sögu er Chelsea tapaði fyrir Liverpool í úrslitum enska bikarsins á Wembley í dag en hann var samt sem áður á varamannabekknum.

Romelu Lukaku byrjaði fremstur hjá Chelsea á meðan Werner var á bekknum.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, ætlaði að setja Werner inná en leikmaðurinn treysti sér ekki til að spila. Kai Havertz var þá frá vegna meiðsla.

„Kai Havertz æfði ekki í gær vegna meiðsla aftan í læri og hann sagði að hann myndi meiðast ef hann myndi æfa. Við biðum fram til morguns til að skoða stöðuna en það var ekki möguleiki fyrir hann að spila."

„Timo var meiddur og leið ekki vel í upphitun þannig hann sagðist ekki getað spilað,"
sagði Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner
banner