Ruben Amorim, stjóri Manchester United, er harðlega gagnrýndur af enska blaðamanninum Craig Hope á X.
Hope, sem starfar hjá Daily Mail, var skelkaður á því að Amorim hafi ekki horft á leikmenn sína taka vítaspyrnur í vítakeppninni gegn Grimsby Town í deildabikarnum í gær.
Man Utd klikkaði á tveimur spyrnum í keppninni á meðan Grimsby klikkaði aðeins á einni og fór D-deildarliðið áfram í einhverjum ótrúlegustu úrslitum í sögu bikarsins.
„Orðið leiðtogi öskrar varla á mig þegar ég sé að Ruben Amorim horfir ekki einu á leikmennina taka vítin. Það segir mér að hann er ekki rétti maðurinn fyrir félag af þessari stærðargráðu, þó svo liðið hefði unnið leikinn. Veikburða,“ sagði Hope á X.
United-liðið hefur verið gagnrýnt fyrir arfaslaka frammistöðu gegn Grimsby, sem var hreinlega bara betra liðið í leiknum og átti skilið að fara áfram. Amorim var sjálfur mjög ósáttur við framlagið og sagði Grimsby betra liðið.
Athugasemdir