Tveir leikir eru spilaðir í Bestu deild kvenna í kvöld en FH-ingar mæta Þrótturum í Kaplakrika á meðan Tindastóll spilar við Víking.
FH-ingar eiga svo sannarlega harma að hefna gegn Þrótturum, en síðast þegar liðin mættust unnu Þróttarar 4-1 sigur, en FH-liðið hefur aðeins tapað einum leik síðan þau mættust í maí.
Tindastóll mætir á meðan Víkingi í fallbaráttuslag á Sauðárkróksvelli. Stólarnir eru í 8. sæti með 14 stig en Víkingur í sætinu fyrir neðan með 13 stig.
Spennan um annað sæti Lengjudeildar kvenna heldur áfram. HK-ingar geta farið langleiðina með að tryggja sæti sitt í Bestu deildina ef liðinu tekst að vinna fallið lið Fylkis í Kórnum.
Grindavík/Njarðvík, sem er í þriðja sæti og aðeins tveimur stigum frá HK spilar ekki fyrr en á laugardag og mögulegt að HK fagni því að komast upp um deild á sófanum góða.
Alla leiki dagsins má sjá hér fyrir neðan.
Leikir dagsins:
Besta-deild kvenna
18:00 Tindastóll-Víkingur R. (Sauðárkróksvöllur)
18:00 FH-Þróttur R. (Kaplakrikavöllur)
Lengjudeild kvenna
18:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
18:00 HK-Fylkir (Kórinn)
18:00 Afturelding-Grótta (Malbikstöðin að Varmá)
18:00 KR-Haukar (Meistaravellir)
2. deild kvenna - A úrslit
18:00 Fjölnir-Selfoss (Fjölnisvöllur)
3. deild karla
18:00 Reynir S.-Augnablik (Brons völlurinn)
4. deild karla
18:00 Hamar-Elliði (Grýluvöllur)
19:15 Vængir Júpiters-Árborg (Fjölnisvöllur - Gervigras)
19:15 Álftanes-Kría (HTH völlurinn)
20:00 KH-KÁ (Valsvöllur)
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 17 | 15 | 1 | 1 | 68 - 13 | +55 | 46 |
2. FH | 17 | 11 | 2 | 4 | 40 - 21 | +19 | 35 |
3. Þróttur R. | 17 | 10 | 3 | 4 | 30 - 20 | +10 | 33 |
4. Valur | 17 | 8 | 3 | 6 | 30 - 26 | +4 | 27 |
5. Stjarnan | 17 | 8 | 1 | 8 | 29 - 32 | -3 | 25 |
6. Víkingur R. | 17 | 7 | 1 | 9 | 36 - 39 | -3 | 22 |
7. Þór/KA | 17 | 7 | 0 | 10 | 29 - 32 | -3 | 21 |
8. Fram | 17 | 6 | 0 | 11 | 23 - 43 | -20 | 18 |
9. Tindastóll | 17 | 5 | 2 | 10 | 22 - 40 | -18 | 17 |
10. FHL | 17 | 1 | 1 | 15 | 11 - 52 | -41 | 4 |
Athugasemdir