Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. júní 2022 00:12
Brynjar Ingi Erluson
„Ef þú sérð það ekki þá ertu blindur"
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson segir að það styttist í sigur hjá landsliðinu en liðið sætti sig við þriðja jafnteflið í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland hefur aðeins unnið tvo keppnisleiki undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar en þeir komu báðir gegn Liechtenstein í undankeppni HM.

Það mátti sjá batamerki í spilamennsku liðsins í kvöld og í raun ótrúlegt að leikurinn hafi ekki unnist.

Jón Dagur, sem skoraði fyrsta mark leiksins, segist styttast í sigur hjá liðinu.

„Já að styttist með hverjum leiknum og ef þú sérð það ekki þá ertu blindur," sagði Jón Dagur við Fótbolta.net.

Samningur hans við AGF rennur út um mánaðarmótin og er hann orðaður við fjölmörg lið en hann hefur ekkert pælt í því síðustu daga og vildi bara einbeita sér að leiknum í kvöld.

„Ég er búinn að vera voðalítið að einbeita mér að því. Mig langaði að vera partur af sigri í þessu og var einbeittur að því og ekkert verið að pæla í neinu öðru og svo kemur bara hitt í ljós á næstu vikum," sagði hann í lokin.
Jón Dagur: Kom mér jafnmikið á óvart og öðrum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner