þri 14. júní 2022 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elín Metta fór meidd út af - Leit illa út en ekki talið alvarlegt
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Elín Metta Jensen fór meidd af velli í kvöld þegar Valur mætti Selfossi í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  1 Valur

„Elín þarf hjálp út af þetta lítur ekki vel út," skrifaði Logi Freyr Gissurarson í textalýsingu frá leiknum.

Elín Metta var um liðna helgi valin í landsliðhópinn sem tekur þátt á Evrópumótinu í Englandi í næsta mánuði. Miðað við orð Péturs Péturssonar, þjálfara Vals, eftir leik þá verður hún nú klár í það stóra verkefni.

„Elín fékk hné í lærið á sér sem bólgnaði upp og ég held að það sé ekkert alvarlegra en það," sagði Pétur í samtali við Vísi.

Það var rætt og skrifað um það - í aðdraganda landsliðsvalsins - hvort Elín Metta yrði valin. Hún er búin að skora fjögur mörk í níu leikjum fyrir Val - topplið Bestu deildarinnar - en hefur samt sem áður ekki alveg sýnt sínar bestu hliðar.

Landsliðshópurinn kemur allur saman síðar í þessum mánuði og mun svo halda út í æfingbúðir í Póllandi og Þýskalandi áður en EM hefst svo um miðjan júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner