Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. júní 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Mbappe reyndi að fá Tchouameni til PSG
Aurelien Tchouameni.
Aurelien Tchouameni.
Mynd: Getty Images
Síðasta laugardag staðfesti Real Madrid kaup sín á miðjumanninum Aurelien Tchouameni frá Mónakó.

„Ég er mjög ánægður með að vera hérna og hefja mína vegferð með Real Madrid, besta félagi heims. Ég er mjög ánægður og tilbúinn að leggja hart að mér og halda áfram að vinna titla fyrir þetta félag. Ég vil þakka forsetanum, umboðsmanni mínum og fjölskyldunni fyrir að vera til staðar," segir hinn 22 ára gamli Tchouameni.

Tchouameni skrifaði undir sex ára samning á Santiago Bernabeu og er nú bundinn til 2028.

Þessi ungi leikmaður bætist í ansi veglegan hóp miðjumanna hjá Real Madrid. Fyrir eru þeir Luka Modric, Toni Kroos, Casemiro, Fede Valverde og Eduardo Camavinga. Öflug blanda af gæðum, reynslu og yngri ferskleika.

Tchouameni viðurkennir að hafa hafnað áhuga Paris Saint-Germain til að skrifa undir hjá Real Madrid. Kylian Mbappe hafi unnið að því að reyna að fá hann til Parísar.

„Kylian Mbappe talaði við mig og bað mig um að velja PSG. En ég sagði honum að ég vildi fara til Real Madrid. Fyrsta val hjá mér var alltaf Madrid. Hann skildi ákvörðun mína og samgleðst mér. Camavinga sagði mér að ég yrði að koma til Madrídar."
Athugasemdir
banner
banner