Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar um að vinna með Óskari: Ástæðan líka fyrir því að ég tók þetta gigg
Arnar og Óskar Hrafn eftir leik á síðasta tímabili.
Arnar og Óskar Hrafn eftir leik á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, kveðst spenntur fyrir því að vinna með Óskari Hrafni Þorvaldssyni í EM-stofunni á RÚV í sumar.

Einn skemmtilegasti rígurinn í íslenskum fótbolta er sá sem Óskar og Arnar náðu að skapa sín á milli og milli Breiðabliks og Víkings.

Arnar kveðst spenntur fyrir því að vinna með Óskari í sumar.

„Við erum búnir að vera að hittast undanfarna daga og ég lofa virkilega góðum þætti. Það er frábært að vera í setti með toppþjálfara og það er ástæðan fyrir því að ég tók þetta gigg líka. Það er mikið að gera í Víkingi en þú lærir líka mjög mikið á því að horfa á leiki með toppþjálfurum og toppséfræðingum. Þú færð aðra innsýn á leikinn sem þú tekur á koddann og svo lærir af," sagði Arnar við Fótbolta.net.

Opnunarleikurinn fer fram í kvöld. Englendingar eru fyrirfram líklegastir á mótinu en Arnar hefur ekki trú á því að þeir fari alla leið.

„Ég held ekki en ég vona það samt. Ég held alltaf með Englendingunum."

„Það er eitthvað sem segir mér að Frakkar fari alla leið. Mbappe er búin að klára sín mál og fer inn í mótið með fókusinn 100 prósent. Þjóðverjarnir á heimavelli, geta þeir endurskapað stemninguna frá HM 2006? Núna er eins og allir Þjóðverjar hafi ekki áhuga á landsliðinu lengur eftir HM í Katar. Það er leikmannana að svara því. Ef þeir byrja vel gegn Skotum í kvöld þá fylkist þjóðin á bak við þá. Svo er fullt af öðrum þjóðum sem geta stolið þessu. Portúgal, Spánn og jafnvel Ítalía. Ég held að þetta verði geggjað mót," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner