Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   fös 14. júní 2024 22:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir úr opnunarleiknum: Musiala fullkominn
Kai Havertz og Jamal Musiala
Kai Havertz og Jamal Musiala
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Jamal Musiala var stórkostlegur þegar Þýskaland valtaði yfir Skotland í opnunarleik EM í Þýskalandi í kvöld.

Florian Wirtz, Jamal Musiala, Kai Havertz, Niclas Fullkrug (2) og Emre Can skoruðu mörkin fyrir Þjóðverja og Antonio Rudiger varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Goal.com taldi hann eiga fullkominn leik og gaf honum tíu í einkunn. Hann kom liðinu í 2-0 með laglegu marki og fór margoft illa með varnarmenn Skotlands. Ilkay Gundogan og Florian Wirtz fengu níu og þá kom Niclas Fullkrug inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk og fær átta í einkunn.

Skotar áttu mjög slæman dag en Ryan Porteous átti skelfilegan dag, hann átti í miklum vandræðum þangað til hann lauk leik undir lok fyrri hálfleiks þegar hann fékk rautt spjald fyrir skelfilegt brot á Ilkay Gundogan inn í teig Skota. Hann fær aðeins tvo í einkunn en flestir í liðinu fá falleinkunn.


Þýskaland: Neuer (6), Kimmich (7), Rudiger (6), Tah (6), Mittelstadt (6), Andrich (6), Kroos (8), Gundogan (9), Musiala (10), Havertz (8), Wirtz (9).

Varamenn: Gross (6), Fullkrug (8), Sane (5), Muller (6), Can (7)

Skotland: Gunn (3), Ralston (3), Porteous (2), Hendry (4), Tierney (4), Robertson (4), McTominay (5), McGregor (4), Christie (4), McGinn (4), Adams (4)

Varamenn: Hanley (4), Gilmour (4), McLean (5), McKenna (5), Shankland (Spilaði ekki nóg)


Athugasemdir
banner
banner
banner