Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Grindavík á toppinn - Fyrsti sigur ÍBV
Lengjudeildin
Tinna Hrönn Einarsdóttir
Tinna Hrönn Einarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík er komið á toppinn í bili að minnsta kosti í Lengjudeild kvenna eftir öruggan sigur á ÍR í kvöld.


Tinna Hrönn Einarsdóttir lagði grunninn að sigrinum með tveimur mörkum í uppbótatíma en Júlía Ruth Thasaphong innsiglaði sigurinn eftir tæplega klukkutíma leik.

ÍBV sem féll úr Bestu deildinni síðasta sumar er loksins búið að næla í sinn fyrsta sigur en það gerði liðið á útivelli gegn Fram. Olga Sevcova skoraði bæði mörk liðsins.

HK vann annan leik sinn í röð þegar liðið lagði ÍA á útivelli.

ÍR 0 - 4 Grindavík
0-1 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('20 )
0-2 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('43 )
0-3 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('53 )
0-4 Júlía Ruth Thasaphong ('56 )
Lestu um leikinn

Fram 0 - 2 ÍBV
0-1 Olga Sevcova ('57 )
0-2 Olga Sevcova ('58 )

ÍA 0-3 HK
0-1 Brookelynn Paige Entz ('22 )
0-2 Birna Jóhannsdóttir ('45 )
0-3 Brookelynn Paige Entz ('57 , Mark úr víti)


Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 6 4 1 1 19 - 16 +3 13
2.    HK 6 3 2 1 16 - 7 +9 11
3.    Grindavík 6 3 1 2 7 - 3 +4 10
4.    Afturelding 6 3 1 2 5 - 5 0 10
5.    ÍA 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
6.    Fram 6 2 2 2 13 - 8 +5 8
7.    Selfoss 6 2 2 2 10 - 10 0 8
8.    Grótta 6 2 2 2 11 - 12 -1 8
9.    ÍBV 6 1 1 4 8 - 12 -4 4
10.    ÍR 6 1 0 5 5 - 20 -15 3
Athugasemdir
banner
banner