Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 14. júlí 2019 21:03
Arnar Helgi Magnússon
Afríkukeppnin: Mahrez skaut Alsír í úrslitaleikinn með marki í uppbótartíma
Mynd: Getty Images
Alsír 2 - 1 Nígería
1-0 William Troost-Ekong, sjálfsmark ('40)
2-0 Odion Ighalo, víti ('73)
2-1 Ryiad Mahrez ('95)

Alsír er komið í úrslitaleik Afríkukeppninnar eftir 2-1 sigur á Nígeríu í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins en það gerði leikmaður Manchester City, Riyad Mahrez.

Alsír komst yfir skömmu fyrir hálfleik þegar William Troost-Ekong varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. 1-0 í hálfleik.

Odion Ighalo, leikmaður Shanghai Shenua jafnaði metin fyrir Nígeríu í síðari hálfleik með marki af vítapunktinum.

Það stefndi allt í framlengingu en Riyad Mahrez var hetja Alsír þegar hann skoraði sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma með marki beint úr aukaspyrnu. Algjörar senur!

Það eru því Senegal og Alsír sem að leika til úrslita en sá leikur fer fram á föstudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner