þri 14. júlí 2020 21:39
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Jón Daði kom við sögu í sigri - Millwall á leið í umspil?
Jón Daði Böðvarsson og vinir hans í Millwall eru í baráttu um umspilssæti
Jón Daði Böðvarsson og vinir hans í Millwall eru í baráttu um umspilssæti
Mynd: Getty Images
Fjórum síðustu leikjum kvöldsins í ensku B-deildinni er lokið en Millwall vann 1-0 sigur á Blackburn Rovers. Sigurinn var ansi mikilvægur fyrir Millwall sem er í baráttu um að komast í umspil.

Mason Bennett gerði sigurmark Millwall gegn Blackburn á 20. mínútu leiksins. Jón Daði Böðvarsson kom inná sem varamaður á 69. mínútu og hjálpaði Millwall að ná í sigur.

Millwall er í 7. sæti deildarinnar með 65 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Cardiff sem er með 67 stig í umspilssæti.

Cardiff vann einmitt Derby County á sama tíma, 2-1. Junior Hoilett kom Cardiff yfir á 17. mínútu en Jason Knight jafnaði þrettán mínútum síðar. Lee Tomlin gerði sigurmark Cardiff þegar hálftími var eftir af leiknum.

Luton og QPR gerðu þá 1-1 jafntefli. Sheffield Wednesday og Huddersfield gerðu markalaust jafntefli.

Cardiff City 2 - 1 Derby County
1-0 Junior Hoilett ('17 )
1-1 Jason Knight ('30 )
2-1 Lee Tomlin ('59 )

Luton 1 - 1 QPR
1-0 James Collins ('20 , víti)
1-1 Dominic Ball ('65 )

Millwall 1 - 0 Blackburn
1-0 Mason Bennett ('20 )

Sheffield Wed 0 - 0 Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner