Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 14. júlí 2024 19:36
Brynjar Ingi Erluson
Carvajal með skondið látbragð í garð Saka
Mynd: EPA
Það er lítið að gerast í leik Englands og Spánar í úrslitum Evrópumótsins í Berlín en það er að færast aðeins meiri spenna í leikinn.

Lestu um leikinn: Spánn 2 -  1 England

Spánverjar hafa verið töluvert meira með boltann og skapað sér nokkur hálffæri, en Englendingar hafa þó varist mjög vel og virðast sáttir við að leyfa þeim spænsku að stjórna leiknum.

Það hefur verið lítið um óvænt atvik í leiknum en það var þó eitt skondið sem kom upp eftir tæpan hálftíma. Dani Carvajal braut á Bukayo Saka og var flautað á það.

Eftir brotið tók Carvajal gamal og gott látbragð þar sem hann var beinlínis að kalla Saka vælukjóa.

Carvajal er frábær fótboltamaður en persónuleiki hans vafasamur á köflum.


Athugasemdir
banner
banner