Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. ágúst 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Andri Fannar nýtti reiðina eftir að hann kom ekki inn á gegn Juventus
Andri Fannar í leik með Bologna.
Andri Fannar í leik með Bologna.
Mynd: Getty Images
Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna, var gestur í hlaðvarpsþættinum Ungstirnin á Fótbolta.net í gær. Andri Fannar spilaði sjö leiki í Serie A á nýliðnu tímabili en hann var svekktur að fá ekki að spila gegn ítölsku meisturunum í Juventus í júní.

„Þetta var fyrsti leikur eftir þessa löngu Covid pásu. Ég hafði undirbúið mig mjög lengi fyrir þennan leik. Juventus er risastórt lið og það er draumur allra að spila á móti þessu liði," sagði Andri Fannar.

„Þetta eru gæar sem þú hefur fylgst með síðan þú varst pínulítill í sjónvarpinu og tölvuleikjum. Þegar við erum að labba inn í klefa eftir upphitun er Ronaldo einum metra frá mér. Ég verð svolítið lítill í mér."

„Þegar leikurinn byrjaði fór ég að hita upp. Þá er ég að hita upp við hliðina á Douglas Costa, Aaron Ramsey, Matuidi og svona nöfnum. Ég beið eftir tækifærinu að koma inn á en það kom ekki þennan daginn."

„Ég viðurkenni að ég var pirraður í 2-3 daga eftir þetta og vildi helst ekki tala við neinn. Ég mæti ákveðinn á æfingar og notaði reiðina á æfingum. Ég sýndi að ég vildi fá mínútur og væri klár í tækifærið og það kom að lokum."


Andri Fannar er í sumarfríi á Íslandi til 23. ágúst en þá hefst nýtt undirbúningstímabil með Bologna.

„Við förum upp í fjöll í eina viku í æfingabúðir og gerum okkur klára í næsta tímabil sem hefst í september. Það er svo heitt á Ítalíu að við förum upp í fjöll þar sem er kaldara og við getum æft betur," sagði Andri Fannar.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild. Viðtalið við Andra hefst eftir 44 mínútur.
Ungstirnin - Fyrsti þáttur: Andri Fannar gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner