Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mikael kom við sögu í sigri Spezia - Daníel Leó vann í Poznan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Spezia tók á móti Empoli í fyrstu umferð ítölsku Serie A deildarinnar í kvöld og náði sér í dýrmæt stig. Mikael Egill Ellertsson kom inn af bekknum í uppbótartíma í 1-0 sigri.


M'Bala Nzola gerði eina mark leiksins þar sem heimamenn í Spezia spiluðu frábæran varnarleik til að tryggja sér þrjú stig strax í fyrstu umferð.

Mikael Egill kom inn fyrir Kevin Agudelo en um síðustu helgi var honum skipt inná fyrir Jacopo Sala og þá fékk hann að spila síðasta stundarfjórðunginn í 5-1 sigri gegn B-deildarliði Como í ítalska bikarnum.

Jón Dagur Þorsteinsson kom einnig inn af bekknum en í öðru landi. Hann fékk að spila seinni hálfleikinn með OH Leuven gegn ríkjandi meisturum í Club Brugge.

Leuven átti afleitan fyrri hálfleik en komst nokkrum sinnum nálægt því að skora í þeim seinni. Lokatölur urðu þó 0-3 fyrir Brugge sem er með sjö stig eftir fjórar umferðir. Leuven er með sex stig.

Spezia 1 - 0 Empoli
1-0 M'Bala Nzola ('36)

OH Leuven 0 - 3 Club Brugge

Daníel Leó Grétarsson spilaði þá allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Slask Wroclaw sem náði sér í 0-1 sigur á útivelli gegn Lech Poznan.

Poznan hefur verið að ganga illa á upphafi tímabils en í dag stjórnuðu þeir algjörlega spili leiksins án þess að skora. Poznan er óvænt með eitt stig eftir fjóra leiki á meðan Slask er með átta stig eftir fimm umferðir.

 Viðar Ari Jónsson kom við sögu í 3-3 jafntefli Honved í ungversku deildinni. Honum var skipt inn á 68. mínútu og var þetta fyrsta stigið sem liðið nær sér í á tímabilinu. Honved er með eitt stig eftir þrjár umferðir.

Að lokum fékk Andri Fannar Baldursson nokkrar mínútur í uppbótartíma í flottum sigri NEC Nijmegen gegn FC Volendam í efstu deild hollenska boltans. Nijmegen er þar með þrjú stig eftir tvo fyrstu leikina.

Lech Poznan 0 - 1 Slask Wroclaw
0-1 P. Schwarz ('26)

Honved 3 - 3 Paks

Volendam 1 - 4 Nijmegen


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner