Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mið 14. ágúst 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Arnarssynir snúa aftur í Val frá FH
Thomas Ari er mættur aftur í Val
Thomas Ari er mættur aftur í Val
Mynd: Valur
Bræðurnir Alexander Ingi og Thomas Ari Arnarssynir eru komnir aftur í Val aðeins hálfu ári eftir að hafa skipt yfir í FH.

Thomas Ari er 17 ára gamall unglingalandsliðsmaður sem á 13 leiki og 8 mörk að baki fyrir U15, U16 og U17.

Hann kom við sögu í Lengjubikarnum með Val á síðasta ári en skipti síðan yfir í FH í byrjun þessa árs. Hann hefur einnig verið öflugur í frjálsum íþróttum og unnið þar til margra verðlauna.

Alexander Ingi, sem er árinu yngri, skipti á sama tíma yfir í FH, en hann hafði verið í æfingahóp U15 ára landsliðsins.

Í sumar gerði hann 9 mörk í 17 leikjum með 2. flokki FH.

Báðir hafa nú skipt aftur í Val aðeins hálfu ári eftir að hafa yfirgefið félagið.

FH-ingar hafa á meðan fengið Dag Traustason, sóknarmann, til baka úr láni frá Þrótti R. Sá er fæddur 2005 og spilaði tvo leiki með Þrótturum í Lengjudeildinni í sumar.

Dagur er uppalinn í FH og á einn leik að baki með liðinu, en hann hefur einnig spilað fyrir Grindavík og ÍH.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner