Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur var að vonum svekktur eftir 3-1 tap fyrir Haukum á Ásvöllum í dag.
Keflvíkingar eru enn fyrir miðja deild þrátt fyrir þessi úrslit og eiga hvorki séns á að fara upp um deild eða í hættu á að falla.
Keflvíkingar eru enn fyrir miðja deild þrátt fyrir þessi úrslit og eiga hvorki séns á að fara upp um deild eða í hættu á að falla.
Lestu um leikinn: Haukar 3 - 1 Keflavík
„Það var eins og að fyrsta hálftímann væri öðru liðinu kalt en hinu ekki. Þeir afgreiddu okkur bara á fyrsta hálftímanum.“
Keflvíkingar áttu fá færi í þessum leik og fengu ekki mark fyrr en Rúnar Þór Sigurgeirsson hamraði boltann í netið beint úr aukaspyrnu á 87. mínútu.
„Okkur gekk illa að skapa færi og áttum í raun mjög lítið af færum í seinni hálfleik. Við áttum ekkert meira skilið í dag en við fengum.“
Haukar eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á meðan Keflavík siglir lygnan sjó um miðja deild.
„Við töluðum um það í aðdraganda leiksins að það á ekkert að þurfa meira en fótboltaleik til að menn komi með allt sitt besta en við náðum ekki að vera klárir í þennan leik.“
Athugasemdir