Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   lau 14. september 2019 16:53
Arnór Heiðar Benónýsson
Eysteinn: Áttum ekkert meira skilið
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur var að vonum svekktur eftir 3-1 tap fyrir Haukum á Ásvöllum í dag.

Keflvíkingar eru enn fyrir miðja deild þrátt fyrir þessi úrslit og eiga hvorki séns á að fara upp um deild eða í hættu á að falla.

Lestu um leikinn: Haukar 3 -  1 Keflavík

„Það var eins og að fyrsta hálftímann væri öðru liðinu kalt en hinu ekki. Þeir afgreiddu okkur bara á fyrsta hálftímanum.“

Keflvíkingar áttu fá færi í þessum leik og fengu ekki mark fyrr en Rúnar Þór Sigurgeirsson hamraði boltann í netið beint úr aukaspyrnu á 87. mínútu.

„Okkur gekk illa að skapa færi og áttum í raun mjög lítið af færum í seinni hálfleik. Við áttum ekkert meira skilið í dag en við fengum.“

Haukar eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á meðan Keflavík siglir lygnan sjó um miðja deild.

„Við töluðum um það í aðdraganda leiksins að það á ekkert að þurfa meira en fótboltaleik til að menn komi með allt sitt besta en við náðum ekki að vera klárir í þennan leik.“


Athugasemdir