mán 14. september 2020 16:06
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Sheff Utd og Wolves: Fabio Silva á bekknum
Fabio Silva var keyptur til Wolves frá Porto.
Fabio Silva var keyptur til Wolves frá Porto.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni þennan mánudaginn. Það má búast við skemmtilegum leik núna klukkan 17 þegar Sheffield United og Wolves eigast við.

Aaron Ramsdale er í markinu hjá Sheffield United en hann kom frá Bournemouth í sumar til að fylla skarð Dean Henderson sem er kominn aftur til Manchester United.

Wes Foderingham, Oliver Burke og Ethan Ampadu byrja á bekknum.

Vinstri bakvörðurinn Marcal er í byrjunarliðinu hjá Úlfunum en hinn 18 ára Fabio Silva byrjar á bekknum. Silva er framherji sem var keyptur frá Porto á 35,6 milljónir punda fyrr í þessum mánuði.

Vitinha, sem er á láni frá Porto, er einnig meðal varamanna.

Byrjunarlið Sheffield United: Ramsdale, Basham, Egan, O'Connell, Baldock, Stevens, Norwood, Lundstram, Fleck, Sharp, McBurnie.

Byrjunarlið Wolves: Patricio, Boly, Coady, Saiss, Adama, Marcal, Dendoncker, Moutinho, Neto, Jiménez, Podence.

mánudagur 14. september
17:00 Sheffield Utd - Wolves (Síminn Sport)
19:15 Brighton - Chelsea (Síminn Sport)




Athugasemdir
banner
banner
banner