þri 14. september 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Barca mætir Bayern
Manchester United fer til Sviss
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í dag þegar Young Boys tekur á móti Manchester United í Sviss og Sevilla mætir Salzburg á Spáni.

Það fara átta leikir fram og verða sjö þeirra sýndir beint hér á landi, á Stöð 2 Sport og Viaplay.

Stórleikur Barcelona og FC Bayern verður sýndur á Stöð 2 Sport 3, Chelsea mætir Zenit á Stöð 2 Sport 2 en Man Utd, Juventus og Atalanta eru á Viaplay.

Það verður spennandi að fylgjast með gangi mála í Meistaradeildinni í vetur og þá sérstaklega F-riðli þar sem Rauðu djöflarnir eru í dauðariðli ásamt Villarreal og Atalanta.

E-riðill:
19:00 Dynamo Kiev - Benfica
19:00 Barcelona - Bayern (Stöð 2 Sport 3)

F-riðill:
16:45 Young Boys - Man Utd (Viaplay)
19:00 Villarreal - Atalanta (Viaplay)

G-riðill:
16:45 Sevilla - Salzburg (Stöð 2 Sport 3)
19:00 Lille - Wolfsburg (Stöð 2 Sport 4)

H-riðill
19:00 Chelsea - Zenit (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Malmö - Juventus (Viaplay)
Athugasemdir
banner
banner
banner