Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. september 2021 14:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undir Jónatani komið hver framtíð hans verður
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jónatan Ingi Jónsson hefur spilað vel að undanförnu með liði FH. Í síðutu sjö leikjum hefur hann skorað fimm mörk og lagt upp fimm.

Jónatan, sem er 22 ára vængmaður, hefur skorað sex mörk og lagt upp níu í tuttugu leikjum í sumar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  4 FH

Jónatan átti góðan leik og skoraði þriðja mark FH í 0-4 útisigri FH gegn Stjörnunni í gær. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var spurður út í Jónatan í viðtali eftir leikinn í gær.

Hvað getur hann náð langt? Á hann að fara út í atvinnumennsku?

„Jónatan spilaði bara vel í dag og er búinn að spila vel undanfarið. Það er bara undir honum komið," sagð Ólafur.

Jónatan, sem er samningsbundinn FH út næsta tímabil, er uppalinn FH-ingur en var í akademíunni hjá AZ Alkmaar í Hollandi á árunum 2016-2018.

Ef Solskjær væri að telja stoðsendingarnar hefði Jónatan fengið stoðsendinguna í fjórða marki FH.

„Baldur Logi með flottan sprett, góða fyrirgjöf sem Jónatan lætur fara í gegnum klofið á sér þar sem Matthías er einn á auðum sjó þar fyrir aftan með nánast opið markið. Matthías klárar," skrifaði undirritaður um fjórða mark FH í gær.
Óli Jó búinn að ákveða framhaldið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner