De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 14. september 2023 18:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Antonio um Maguire: Þetta er gengið of langt

Harry Maguire leikmaður Manchester United og enska landsliðið fékk það óþvegið frá stuðningsmönnum skoska landsliðsins eftir 3-1 sigur Englands á Skotlandi í vináttuleik á dögunum.


Þessi þrítugi miðvörður hefur þurft að þola ansi mikla gagnrýni undanfarin ár og jafnvel einelti.

Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik gegn Skotlandi og varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Hann sagði að hegðun skosku stuðningsmannanna hafi ekkert truflað sig. Móðir hans tjáði sig um áreitið í garð sonar síns í kjölfarið á leiknum gegn Skotlandi.

Michail Antonio leikmaður West Ham tjáði sig einnig um málið í hlaðvarpsþættinum sínum 

„Þetta er gengið of langt, þetta er vandræðalegt. Ég hef ekki séð neitt þessu líkt í fótbolta, hvernig hægt er að gersamlega rústa einni manneskju í hvert sinn sem hann gerir eitthvað rangt. Jafnvel þótt þetta sé ekki honum að kenna, hann sé bara hluti af því," sagði Antonio.

Antonio sagði að fólk gleymi því að fótboltamenn séu mennskir og svona hlutir leggist á sálina. Hann hrósaði Gareth Southgate þjálfara enska landsliðsins fyrir að tjá sig.

„Þegar ég sá Gareth Southgate tjá sig hugsaði ég: Vel gert. Það hefði átt að segja eitthvað fyrr. Þetta hefur gengið á í heil tvö ár," sagði Antonio.

Sjá einnig:
Southgate: Aldrei séð farið jafn illa með einn leikmann


Athugasemdir
banner
banner