Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   lau 14. september 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Öll liðin vilja að okkur verði refsað
Mynd: Getty Images

Á mánudaginn hefjast réttarhöldin þar sem tekið verður fyrir 115 ákærur á hendur Manchester City vegna meintra fjármálabrota í ensku úrvalsdeildinni.


Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, hefur lengi verið á móti aðferðum City en hann segir að önnur ensk félög vonist til að City verði refsað.

Pep Guardiola, stjóri Man City, var spurður út í þessi ummæli Tebas á blaðamannafundi.

„Öll liðin í úrvalsdeildinni vilja að okkur verði refsað, það er ljóst. Ég vil segja við Tebas og úrvalsdeildina að bíða eftir óháðu nefndinni. Réttlætið er til staðar í nútíma lýðræði, það er ekki flóknara en það. Ég veit ekki hvort hann er lögfræðingur eða restin af úrvalsdeildarliðunum eru lögfræðingar," sagði Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner