"Frábær leikur hjá stelpunum. Það er erfitt að koma inn í svona leik þegar ekkert er undir, en okkur langaði virkilega að klára þetta tímabil með sigri og ég er hrikalega ánægð með stelpurnar," sagði Guðrún Jóna, þjálfari Keflavíkur, eftir glæstan 4-1 sigur á Würth vellinum í dag.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 4 Keflavík
"Hún er náttúrlega ótrúlega efnileg og þetta var bara glæsilegt mark. Hún er búinn að vera æfa sig eftir hverja einustu æfingu, taka skot og æfa slúttin. Þannig hún átti þetta svo sannarlega inni og á algjörlega framtíðina fyrir sér"
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir