Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   lau 14. september 2024 17:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar voru grátlega nálægt því að komast í umspil fyrir laust sæti í Bestu deildinni að ári. Njarðvíkingar urðu að vinna til að tryggja sig í umspil eða treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leik til að jafntefli myndi duga. 

Það fór svo að jafnteflið nægði ekki og sitja Njarðvíkingar með sárt ennið í 6.sæti deildarinnar og rétt missa af umspili.


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Njarðvík

„Við ætluðum að koma hingað og ná í sigur. Mér fannst við vera að byrja leikinn svolítið svona að maður fann það að það var svolítið stress í mínum mönnum." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í dag.

„Ég fann að við vorum kannski ekki alveg að spila okkar leik en við náum mjög góðu marki sem að aðeins létu axlirnar síga hjá okkur. Okkur leið bara vel eftir það og mér fannst við algjörlega stýra leiknum eftir það." 

„Við eigum dauðafæri áður en þeir fá þett mark úr hornspyrnu sem að einhverjir tveir, þrír boltar sem detta dauðir og auðvitað eigum við að vera nær þessu og það er eitthvað drauma 'finish' sem að verður til þess að þeir komast inn í leikinn 1-1 og svo er bara einbeitingarleysi þarna í tvær mínútur sem að hleypir þeim eitthvað inn í þetta og sé sá nú ekki alveg hvernig annað markið var en þetta er ógeðslega erfitt að kyngja þessu." 

„Við reyndum að gera það sem við gátum til þess að reyna skora þessi tvö mörk í viðbót og við náðum einu en það var bara of seint fyrir okkur en við reyndum og reyndum."

Njarðvíkingar hafa spilað vel í sumar og Gunnar Heiðar horfir spentur á framhaldið.

„Gríðarlega spennandi, virkilega. Núna erum við búnir að setja okkur aðeins á kortið og núna vita allir allavega af okkur. Við erum ekki bara körfuboltalið, við erum líka með fótboltadeild hérna. Við erum bara helvíti góðir og sú vinna fer bara strax á mánudaginn í það að byggja upp klúbb og lið sem er að fara berjast á toppnum á næsta ári." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir