Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   lau 14. september 2024 17:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar voru grátlega nálægt því að komast í umspil fyrir laust sæti í Bestu deildinni að ári. Njarðvíkingar urðu að vinna til að tryggja sig í umspil eða treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leik til að jafntefli myndi duga. 

Það fór svo að jafnteflið nægði ekki og sitja Njarðvíkingar með sárt ennið í 6.sæti deildarinnar og rétt missa af umspili.


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Njarðvík

„Við ætluðum að koma hingað og ná í sigur. Mér fannst við vera að byrja leikinn svolítið svona að maður fann það að það var svolítið stress í mínum mönnum." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í dag.

„Ég fann að við vorum kannski ekki alveg að spila okkar leik en við náum mjög góðu marki sem að aðeins létu axlirnar síga hjá okkur. Okkur leið bara vel eftir það og mér fannst við algjörlega stýra leiknum eftir það." 

„Við eigum dauðafæri áður en þeir fá þett mark úr hornspyrnu sem að einhverjir tveir, þrír boltar sem detta dauðir og auðvitað eigum við að vera nær þessu og það er eitthvað drauma 'finish' sem að verður til þess að þeir komast inn í leikinn 1-1 og svo er bara einbeitingarleysi þarna í tvær mínútur sem að hleypir þeim eitthvað inn í þetta og sé sá nú ekki alveg hvernig annað markið var en þetta er ógeðslega erfitt að kyngja þessu." 

„Við reyndum að gera það sem við gátum til þess að reyna skora þessi tvö mörk í viðbót og við náðum einu en það var bara of seint fyrir okkur en við reyndum og reyndum."

Njarðvíkingar hafa spilað vel í sumar og Gunnar Heiðar horfir spentur á framhaldið.

„Gríðarlega spennandi, virkilega. Núna erum við búnir að setja okkur aðeins á kortið og núna vita allir allavega af okkur. Við erum ekki bara körfuboltalið, við erum líka með fótboltadeild hérna. Við erum bara helvíti góðir og sú vinna fer bara strax á mánudaginn í það að byggja upp klúbb og lið sem er að fara berjast á toppnum á næsta ári." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir