Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 14. september 2024 17:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar voru grátlega nálægt því að komast í umspil fyrir laust sæti í Bestu deildinni að ári. Njarðvíkingar urðu að vinna til að tryggja sig í umspil eða treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leik til að jafntefli myndi duga. 

Það fór svo að jafnteflið nægði ekki og sitja Njarðvíkingar með sárt ennið í 6.sæti deildarinnar og rétt missa af umspili.


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Njarðvík

„Við ætluðum að koma hingað og ná í sigur. Mér fannst við vera að byrja leikinn svolítið svona að maður fann það að það var svolítið stress í mínum mönnum." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í dag.

„Ég fann að við vorum kannski ekki alveg að spila okkar leik en við náum mjög góðu marki sem að aðeins létu axlirnar síga hjá okkur. Okkur leið bara vel eftir það og mér fannst við algjörlega stýra leiknum eftir það." 

„Við eigum dauðafæri áður en þeir fá þett mark úr hornspyrnu sem að einhverjir tveir, þrír boltar sem detta dauðir og auðvitað eigum við að vera nær þessu og það er eitthvað drauma 'finish' sem að verður til þess að þeir komast inn í leikinn 1-1 og svo er bara einbeitingarleysi þarna í tvær mínútur sem að hleypir þeim eitthvað inn í þetta og sé sá nú ekki alveg hvernig annað markið var en þetta er ógeðslega erfitt að kyngja þessu." 

„Við reyndum að gera það sem við gátum til þess að reyna skora þessi tvö mörk í viðbót og við náðum einu en það var bara of seint fyrir okkur en við reyndum og reyndum."

Njarðvíkingar hafa spilað vel í sumar og Gunnar Heiðar horfir spentur á framhaldið.

„Gríðarlega spennandi, virkilega. Núna erum við búnir að setja okkur aðeins á kortið og núna vita allir allavega af okkur. Við erum ekki bara körfuboltalið, við erum líka með fótboltadeild hérna. Við erum bara helvíti góðir og sú vinna fer bara strax á mánudaginn í það að byggja upp klúbb og lið sem er að fara berjast á toppnum á næsta ári." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner