Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
   lau 14. september 2024 17:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar voru grátlega nálægt því að komast í umspil fyrir laust sæti í Bestu deildinni að ári. Njarðvíkingar urðu að vinna til að tryggja sig í umspil eða treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leik til að jafntefli myndi duga. 

Það fór svo að jafnteflið nægði ekki og sitja Njarðvíkingar með sárt ennið í 6.sæti deildarinnar og rétt missa af umspili.


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Njarðvík

„Við ætluðum að koma hingað og ná í sigur. Mér fannst við vera að byrja leikinn svolítið svona að maður fann það að það var svolítið stress í mínum mönnum." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í dag.

„Ég fann að við vorum kannski ekki alveg að spila okkar leik en við náum mjög góðu marki sem að aðeins létu axlirnar síga hjá okkur. Okkur leið bara vel eftir það og mér fannst við algjörlega stýra leiknum eftir það." 

„Við eigum dauðafæri áður en þeir fá þett mark úr hornspyrnu sem að einhverjir tveir, þrír boltar sem detta dauðir og auðvitað eigum við að vera nær þessu og það er eitthvað drauma 'finish' sem að verður til þess að þeir komast inn í leikinn 1-1 og svo er bara einbeitingarleysi þarna í tvær mínútur sem að hleypir þeim eitthvað inn í þetta og sé sá nú ekki alveg hvernig annað markið var en þetta er ógeðslega erfitt að kyngja þessu." 

„Við reyndum að gera það sem við gátum til þess að reyna skora þessi tvö mörk í viðbót og við náðum einu en það var bara of seint fyrir okkur en við reyndum og reyndum."

Njarðvíkingar hafa spilað vel í sumar og Gunnar Heiðar horfir spentur á framhaldið.

„Gríðarlega spennandi, virkilega. Núna erum við búnir að setja okkur aðeins á kortið og núna vita allir allavega af okkur. Við erum ekki bara körfuboltalið, við erum líka með fótboltadeild hérna. Við erum bara helvíti góðir og sú vinna fer bara strax á mánudaginn í það að byggja upp klúbb og lið sem er að fara berjast á toppnum á næsta ári." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner