Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 14. september 2024 17:50
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar voru grátlega nálægt því að komast í umspil fyrir laust sæti í Bestu deildinni að ári. Njarðvíkingar urðu að vinna til að tryggja sig í umspil eða treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leik til að jafntefli myndi duga. 

Það fór svo að jafnteflið nægði ekki og sitja Njarðvíkingar með sárt ennið í 6.sæti deildarinnar og rétt missa af umspili.


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Njarðvík

„Við ætluðum að koma hingað og ná í sigur. Mér fannst við vera að byrja leikinn svolítið svona að maður fann það að það var svolítið stress í mínum mönnum." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í dag.

„Ég fann að við vorum kannski ekki alveg að spila okkar leik en við náum mjög góðu marki sem að aðeins létu axlirnar síga hjá okkur. Okkur leið bara vel eftir það og mér fannst við algjörlega stýra leiknum eftir það." 

„Við eigum dauðafæri áður en þeir fá þett mark úr hornspyrnu sem að einhverjir tveir, þrír boltar sem detta dauðir og auðvitað eigum við að vera nær þessu og það er eitthvað drauma 'finish' sem að verður til þess að þeir komast inn í leikinn 1-1 og svo er bara einbeitingarleysi þarna í tvær mínútur sem að hleypir þeim eitthvað inn í þetta og sé sá nú ekki alveg hvernig annað markið var en þetta er ógeðslega erfitt að kyngja þessu." 

„Við reyndum að gera það sem við gátum til þess að reyna skora þessi tvö mörk í viðbót og við náðum einu en það var bara of seint fyrir okkur en við reyndum og reyndum."

Njarðvíkingar hafa spilað vel í sumar og Gunnar Heiðar horfir spentur á framhaldið.

„Gríðarlega spennandi, virkilega. Núna erum við búnir að setja okkur aðeins á kortið og núna vita allir allavega af okkur. Við erum ekki bara körfuboltalið, við erum líka með fótboltadeild hérna. Við erum bara helvíti góðir og sú vinna fer bara strax á mánudaginn í það að byggja upp klúbb og lið sem er að fara berjast á toppnum á næsta ári." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner