Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 14. október 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Núna skilur maður hvernig þessum stóru stjórum líður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er draumaúrslitaleikur fyrir mig, fæddur og uppalinn Skagamaður og bæði lið áttu ævintýralegan endir á tímabilinu. Stuðningsmenn beggja liða búnir að vera frábærir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag. Framundan er bikarúrslitaleikur Víkings og ÍA á laugardag.

„Ég er að bíða eftir að Pablo komi til baka, hann er á flugi í dag. Kwame kom í gær og þessir fjórir sem voru í U21 landsliðinu eru í lagi," sagði Arnar um stöðuna á hópnum.

„Núna skilur maður hvernig þessum stóru stjórum líður sem senda fimmtán leikmenn í landsliðsverkefni, örugglega nagandi á sér neglurnar hvernig leikmenn koma til baka. Allir eru heilir og 'ready to go.'"

Pablo Punyed er að koma úr landsliðsverkefni með El Salvador. Stutt er í bikarúrslitaleikinn, gæti það orðið til þess að Pablo byrji á bekknum?

„Það hefðu verið líkur á því ef hann hefði spilað mikið í þessum þremur leikjum, en hann spilaði bara þrjátíu mínútur. Þetta var erfitt ferðalag, hann er lykilmaður í okkar liði og maður vill gefa honum allan séns á að spila þennan leik. Þetta er samtal sem ég mun eiga við hann, hann er nógu reynslumikill til að vita hvað hann þarf til að ná sér fyrir þennan leik. Vonandi gefur hann bara heiðarlegt svar en þekkjandi fótboltamenn þá segja þeir allir að þeir vilji spila svona leik," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spialranum að ofan
Hvernig fer Ísland - Sviss á sunnudaginn?
Athugasemdir