Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 14. október 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Núna skilur maður hvernig þessum stóru stjórum líður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er draumaúrslitaleikur fyrir mig, fæddur og uppalinn Skagamaður og bæði lið áttu ævintýralegan endir á tímabilinu. Stuðningsmenn beggja liða búnir að vera frábærir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag. Framundan er bikarúrslitaleikur Víkings og ÍA á laugardag.

„Ég er að bíða eftir að Pablo komi til baka, hann er á flugi í dag. Kwame kom í gær og þessir fjórir sem voru í U21 landsliðinu eru í lagi," sagði Arnar um stöðuna á hópnum.

„Núna skilur maður hvernig þessum stóru stjórum líður sem senda fimmtán leikmenn í landsliðsverkefni, örugglega nagandi á sér neglurnar hvernig leikmenn koma til baka. Allir eru heilir og 'ready to go.'"

Pablo Punyed er að koma úr landsliðsverkefni með El Salvador. Stutt er í bikarúrslitaleikinn, gæti það orðið til þess að Pablo byrji á bekknum?

„Það hefðu verið líkur á því ef hann hefði spilað mikið í þessum þremur leikjum, en hann spilaði bara þrjátíu mínútur. Þetta var erfitt ferðalag, hann er lykilmaður í okkar liði og maður vill gefa honum allan séns á að spila þennan leik. Þetta er samtal sem ég mun eiga við hann, hann er nógu reynslumikill til að vita hvað hann þarf til að ná sér fyrir þennan leik. Vonandi gefur hann bara heiðarlegt svar en þekkjandi fótboltamenn þá segja þeir allir að þeir vilji spila svona leik," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spialranum að ofan
Mun ráðningin á Hemma Hreiðars reynast farsæl fyrir Val?
Athugasemdir
banner