Christopher Nkunku, framherji Chelsea, hefur gert lítið úr því að PSG hafi sett sig í samband við sig.
Nkunku er varamaður fyrir Nicolas Jackson í sterkasta liði Chelsea þessa dagana og í kjölfar fara alls konar sögur af stað.
Nkunku er varamaður fyrir Nicolas Jackson í sterkasta liði Chelsea þessa dagana og í kjölfar fara alls konar sögur af stað.
Nkunku er með franska landsliðinu þessa stundina og ræddi við Telefoot.
„PSG er áfram stórt félag, en það hefur enginn haft samband," sagði Nkunku.
Hann er 26 ára framherji sem gekk í raðir Chelsea sumarið 2023 en var mjög mikið meiddur á sínu fyrsta tímabili á Englandi. Hann var keyptur frá RB Leipzig og hefur skorað tíu mörk í 25 leikjum frá komu sinni til Lundúna.
Athugasemdir