Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mán 14. október 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Góð ráð frá Ronaldo gert gæfumuninn fyrir Kulusevski
Dejan Kulusevski og Cristiano Ronaldo
Dejan Kulusevski og Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Dejan Kulusevski, leikmaður Tottenham og sænska landsliðsins, segist hafa fengið góð ráð frá Cristiano Ronaldo er þeir voru á mála hjá Juventus, en hann skildi þó ekki fyrst hvað Portúgalinn meinti með orðum sínum.

Kulusevski og Ronaldo spiluðu saman hjá Juventus tímabilið 2020-2021.

Hann hefur tekið miklum framförum síðustu ár eða síðan hann samdi við Tottenham og í dag er hann fastamaður í Lundúnaliðinu og kominn með fyrirliðabandið hjá sænska landsliðinu.

Ráð frá Ronaldo hjálpaði Kulusevski að skilja betur hvernig hann gæti bætt sig.

„Ég er að læra á líkama minn. Þegar ég var yngri þá skildi ég ekki hvað Ronaldo var að meina þegar hann sagði við mig: 'Þú munt læra á líkama þinn'. Á þeim tíma kunni ég ekki á líkamann, en núna er ég byrjaður að skilja styrkleika og veikleika hans og hvernig ég get bætt mig. Þannig mér líður eins og allt sé að verða auðveldara,“ sagði Kulusevski við Fotbollskanalen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner