Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 14. nóvember 2020 11:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Gísli og Guðmundur til Norrköping á reynslu
Jón Gísli Eyland.
Jón Gísli Eyland.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Skagamennirnir Jón Gísli Eyland Gíslason og Guðmundur Tyrfingsson eru þessa stundina til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu FC Norrköping. Þetta kemur fram í fésbókarfærslu á síðunni Knattspyrnufélag ÍA.

Norrköping er með þekkta Skagatengingu því þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson eru á mála hjá félaginu.

Jón Gísli spilaði 16 leiki en Gummi spilaði 4 leiki fyrir ÍA á nýafstöðnu Íslandsmóti í Pesi Max deildinni.

Jón Gísli steig sín fyrstu skref með Tindastóli og Guðmundur gekk í raðir ÍA um mitt sumar í ár. Jón Gísli er fæddur árið 2002 og Guðmundur árið 2003.

„Þetta eru stór efnilegir ungir leikmenn sem munu láta að sér kveða í framtíðinni," segir í Facebook-færslunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner