Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. nóvember 2020 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Leik Rúmeníu og Noregs aflýst - Rúmenar fá líklega 3-0 sigur
Mynd: Getty Images
UEFA er búið að aflýsa viðureign Rúmeníu og Noregs í Þjóðadeildinni sem átti að fara fram annað kvöld.

Leiknum hefur verið aflýst vegna þess að heilbrigðismálaráðuneyti norsku ríkisstjórnarinnar vill ekki gefa landsliðinu undantekningu á reglum varðandi sóttkví.

Norska landsliðið er í Noregi þessa stundina en leikmenn hefðu getað spilað leikina ef það hefði ekki komið upp smit í hópnum. Þeir eru í sóttkví vegna smitsins og mega því ekki ferðast.

Leikmennirnir vildu ferðast fyrir leikinn enda er mikið í húfi þar sem liðið er í toppbaráttu við Austurríki í B-deild. Það eru sæti í boði á HM 2022 fyrir bestu lið tímabilsins í Þjóðadeildinni.

Norðmenn eiga einnig eftir að spila leik við Austurríki en ólíklegt er að liðinu verði hleypt í þann leik heldur. Ljóst er að UEFA getur ekki fært leiki Norðmanna vegna of þungs álags í næstu landsleikjahléum. Rúmenar munu því að öllum líkindum fá dæmdan 3-0 sigur, sömu sögu má segja um Austurríki ef engin lausn finnst.

Norska landsliðið íhugaði að hunsa leiðbeiningar heilbrigðismálaráðherra og halda til Rúmeníu en að lokum varð ekkert úr því.

Norðmenn unnu Rúmena 4-0 er liðin mættust í Noregi í ágúst.

Staðan í riðlinum:
1. Noregur - 9 stig - 11-3
2. Austurríki - 9 stig - 6-4
3. Rúmenía - 4 stig - 4-8
4. N-Írland - 1 stig - 2-8
Athugasemdir
banner
banner
banner