Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 14. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Karsdorp veit ástæðuna
Rick Karsdorp og Jose Mourinho þegar allt lék í lyndi
Rick Karsdorp og Jose Mourinho þegar allt lék í lyndi
Mynd: Getty Images
Hollenski bakvörðurinn Rick Karsdorp og fjölskylda hans hafa yfirgefið Róm og munu þau líklega aldrei koma aftur til borgarinnar en hann var ekki í leikmannahóp liðsins um helgina.

Jose Mourinho, þjálfari Roma, sagði eftir 1-1 jafntefli liðsins við Sassuolo að einn leikmaður myndi ekki spila aftur fyrir Roma og væri á leið frá félaginu í janúar eftir að hafa sýnt af sér ófagmannlega hegðun.

Leikmaðurinn sem um ræðir er Karsdorp. Bakvörðurinn fékk alla stuðningsmenn félagsins á móti sér í kjölfarið og biðu þeir fyrir utan heimili hans tvær nætur í röð til að segja honum til syndanna.

Umboðsmaður Karsdorp fór fram á það við Roma að Mourinho myndi útskýra ummæli sín en leikmaðurinn var ekki í hópnum gegn Torino í gær og var sendur í frí.

Mourinho talaði við fréttamenn eftir leikinn og var nú ekkert að flækja hlutina.

„Ég ákvað að sleppa því að taka Karsdorp með í þetta verkefni og hann veit af hverju. Þetta er mín ákvörðun,“ sagði Mourinho.

Karsdorp og fjölskylda hans yfirgáfu Róm um helgina og er hann nú í leit að nýju félagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner