Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 14. nóvember 2024 15:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óliver Elís í Fram (Staðfest) - Sá þriðji úr Breiðholti
Mættur í Fram.
Mættur í Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram greindi frá því í dag að Óliver Elís Hlynsson væri búinn að skrifa undir samning við félagið sem gildir til þriggja ára. Fótbolti.net fjallaði um að félagaskiptin væru yfirvofandi í gær.

Óliver er tvítugur Breiðhyltingur sem kemur frá uppeldisfélaginu ÍR.

„Óliver sem er örvfættur hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað stórt hlutverk í liði ÍR undanfarin ár. Hann hefur mest megnis spilað í stöðu vinstri bakvarðar en hefur einnig leikið sem miðvörður. Alls hefur Óliver Elís leikið 97 leiki og skorað í þeim 12 mörk. Við bindum miklar vonir við Óliver Elís og bjóðum hann hjartanlega velkominn í dal draumanna," segir í tilkynningu Fram.

Óliver er fjórði leikmaðurinn sem Fram hefur fengið í vetur. Fyrir höfðu þeir Viktor Freyr Sigurðsson og Róbert Hauksson komið frá Leikni og Sigurjón Rúnarsson komið frá Grindavík.

Fram endaði i 9. sæti Bestu deildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner