Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 14. nóvember 2024 09:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll tekur við Gróttu (Staðfest)
Rúnar Páll hér fyrir miðju.
Rúnar Páll hér fyrir miðju.
Mynd: Grótta
Rúnar Páll Sigmundsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að taka við Gróttu.

Mun hann taka við og stýra liðinu í 2. deild næsta sumar en Grótta féll úr Lengjudeildinni fyrir stuttu.

Chris Brazell byrjaði síðastliðið sumar sem þjálfari Gróttu en hætti á seinni hluta tímabilsins. Igor Bjarni Kostic tók þá við liðinu og kláraði tímabilið.

Grótta hefur að undanförnu verið í þjálfaraleit og ræddu meðal annars við Hermann Hreiðarsson, sem tók við HK. Igor Bjarni var einnig á blaði.

En það er Rúnar Páll sem er að taka við liðinu. Hann hefur stýrt Fylki síðustu árin.

Rúnar Páll er öflugur þjálfari sem stýrði Stjörnunni frá 2014 til 2021. Á þeim tíma varð Stjarnan bæði Íslands- og bikarmeistari.

Uppfært 09:56: Grótta staðfestir tíðindin. Samningurinn er til þriggja ára.


Athugasemdir
banner
banner