Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. desember 2019 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Charlie Austin hetja West Brom
Charlie Austin.
Charlie Austin.
Mynd: Getty Images
Birmingham 2 - 3 West Brom
1-0 Lucas Jutkiewicz ('3 )
1-1 Grady Diangana ('10 )
2-1 Harlee Dean ('47 )
2-2 Charlie Austin ('73 )
2-3 Charlie Austin ('81 )

West Brom kom til baka í nágrannaslag gegn Birmingham í Championship-deildinni.

Staðan var 1-1 í hálfleik, en í upphafi seinni hálfleiks kom Harlee Dean liði Birmingham í 2-1.

West Brom gafst þó ekki upp og með Charlie Austin í broddi fylkingar þá tókst lærisveinum Slaven Bilic að snúa leiknum sér í vil. Austin skoraði á 73. mínútu og kom West Brom svo yfir á 81. mínútu. Austin kom inn á sem varamaður á 70. mínútu.

West Brom er á toppnum í Championship með þriggja stiga forystu á Leeds. Birmingham er í 15. sæti með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner