Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. desember 2022 13:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Modric búinn að breyta um skoðun - „Hann er sá besti í sögunni"
Fyrirliðarnir tókust í hendur fyrir leik.
Fyrirliðarnir tókust í hendur fyrir leik.
Mynd: EPA
El Clasico í október 2014.
El Clasico í október 2014.
Mynd: EPA
Árið 2018 var Luka Modric spurður að því hvor vær betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi. Þá, eins og vill oft verða í umræðunni um þessar tvær stórstjörnur, hallaðist Modric að liðsfélaga sínum Ronaldo.

„Báðir eru frábærir fótboltamenn. Þetta fer eftir því hvort þér líkar við meira af þessu eða hinu hjá leikmönnunum. Ég er ekki hrifinn af því að bera þá saman. Fyrir okkur, þá sem eru hjá Real Madrid, er Cristiano bestur," sagði Modric þá.

Ronaldo var leikmaður Real Madrid á árunum 2009-2018 og var liðsfélagi Modric í sex ár.

Í gær mættust Króatía og Argentína í undanúrslitum HM þar sem Lionel Messi skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-0 sigri Argentínu. Modric er fyrirliði króatíska liðsins og var spurður af argentínskum fjölmiðli út í sigurvegara HM.

„Ég vona að Messi vinni HM, hann er sá besti í sögunni og á það skilið," sagði Modric.

„Hann er að eiga frábært HM, hann er að sýna gæði sín og mikilvægi í öllum leikjum," bætti fyrirliðinn við.

Umræðan um Ronaldo og Messi mun halda áfram en fleiri virðast hallast að Messi, og þá sérstaklega út af hans frammistöðu á þessu stærsta sviði fótboltans.

Í kvöld kemur í ljós hvort Argentína og Messi mæti Frakklandi eða Marokkó í úrslitaleik HM á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner