Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. desember 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mun aldrei fyrirgefa það að Nketiah sé að spila í treyju númer 14"
Eddie Nketiah.
Eddie Nketiah.
Mynd: EPA
Þegar rætt var um HM í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag þá barst talið að Arsenal, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.

Gunnar Birgisson, stuðningsmaður Arsenal, var mættur í þáttinn en það styttist í það að enski boltinn fari aftur að rúlla.

Gabriel Jesus, sóknarmaður Arsenal, meiddist í leik með Brasilíu á HM en Gunnar var spurður að því hvort hann væri frekar til í að sjá Eddie Nketiah eða Gabriel Martinelli byrja í fremstu víglínu hjá Arsenal á meðan Jesus er meiddur.

„Hæfileikar Martinelli eru best nýttir út á kanti. Ég væri til í að sjá Emile Smith Rowe koma sem fyrst inn og spila með einhvers konar falska níu," sagði Gunnar.

Nketiah skrifaði undir nýjan samning við Arsenal síðasta sumar og fékk sögufrægt númer þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert gert fyrir aðallið félagsins.

„Ég mun líklega aldrei fyrirgefa það að Nketiah sé að spila í treyju númer 14 hjá Arsenal. Hann mun aldrei lifa upp til þeirra væntinga," sagði Gunnar en Thierry Henry, sem er mögulega besti sóknarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, spilaði með þetta númer á bakinu þegar hann var hjá félaginu.

„Fyrst það var verið að smyrja á þessu samningi og gefa honum treyju númer 14 þá verður Arteta eiginlega að nota hann. En ef hann stendur sig ekki 26. desember - þegar ég verð á vellinum á leik Arsenal og West Ham - þá verður engin miskunn. Ég mun einfaldlega syngja: 'Nketiah út'."

„Það eru svona tvær treyjur í ensku úrvalsdeildinni sem eiga ekki að vera snertar og þetta er ein af þeim."

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - HM með smassbræðrum, Arnór og ÓMK
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner