KA vann öruggan sigur á Hetti/Huginn í Kjarnafæðimótinu í gær.
Breki Hólm Baldursson kom KA yfir en Halldór Mar Einarsson jafnaði metin. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA aftur yfir og Breki Hólm bætti síðan við sínu öðru marki og þriðja marki KA undir lok fyrri hálfleiks.
Elfar Árni Aðalsteinsson samdi við Völsung eftir tímabilið en hann var með KA í leiknum og skoraði fjórða markið áður en hinn 14 ára gamli Sigurður Nói Jóhannsson skoraði fimmta og síðasta markið í sínum fyrsta meistaraflokksleik.
Þetta var annar leikur KA og annar sigur liðsins í mótinu en liðið lagði Þór2 í fyrsta leik.
Athugasemdir