Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. janúar 2023 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Kevin Spacey var sérstakur heiðursgestur hjá Torino - „Mætir Andrew Bretaprins í næstu viku?"
Torino var að elska það að fá Kevin Spacey á leikinn
Torino var að elska það að fá Kevin Spacey á leikinn
Mynd: Torino
Ítalska félagið Torino er ekki alveg með puttann á púlsinum eða er alveg sama því Hollywood-leikarinn Kevin Spacey var sérstakur heiðursgestur á leik liðsins gegn Spezia í Seríu A í dag.

Spacey er með þekktustu leikurum heimsins og hefur leikið í mörgum vinsælum kvikmyndum en hann hefur meðal annars unnið Óskarsverðlaunin í tvígang fyrir leik sinn í Usual Suspect og American Beauty.

Fyrir sex árum var hann ákærður fyrir að hafa brotið á leikaranum Anthony Rapp árið 1986 en Rapp var þá 14 ára gamall. Spacey var í aðalhlutverki í þáttunum House Of Cards, en var rekinn eftir að málið kom upp. Síðan þá hafa þrír aðrir stigið fram og lagt fram kæru á hendur honum.

Bandaríski leikarinn mun fara fyrir rétt í júní á þessu ári en ítalska félagið Torino er ekkert að spá í því.

Spacey var boðinn velkominn á leik liðsins gegn Spezia í Seríu A í dag og var hann sérstakur heiðursgestur. Torino birti myndir af honum á leiknum og með treyju liðsins á samfélagsmiðlum og fékk það ekkert sérstaklega góðar undirtektir.

Einn notandinn á Twitter spurði í gríni hvort Andrew Bretaprins mæti í næstu viku, en hann var einnig ákærður fyrir kynferðisbrot og mansal fyrir nokkrum árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner