Úrúgvæski varnarmaðurinn Ronald Araujo vill skyndilega vera áfram hjá Barcelona og gæti skrifað undir framlengingu á samningi sínum.
Spænskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að Araujo vildi færa sig um set og Juventus var að reyna að fá hann.
Spænskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að Araujo vildi færa sig um set og Juventus var að reyna að fá hann.
Mundo Deportivo segir Araujo hafa snúist hugur eftir að hafa fundað með íþróttastjóranum Deco. Leikmaðurinn ætli að vera hjá Börsungum út tímabilið og mögulega lengur.
Barcelona hefur alltaf viljað halda í hinn 25 ára Araujo. Þegar hann er heill heilsu er hann í hópi bestu miðvarða heims.
Athugasemdir