Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stórlið úr þýska boltanum vilja McAtee frá Man City
McAtee hefur komið inn af bekknum í síðustu þremur deildarleikjum Man City og skoraði þá þrennu í stórsigri gegn Salford City í FA bikarnum á dögunum.
McAtee hefur komið inn af bekknum í síðustu þremur deildarleikjum Man City og skoraði þá þrennu í stórsigri gegn Salford City í FA bikarnum á dögunum.
Mynd: EPA
Framtíð miðjumannsins James McAtee er óljós en hann virðist ekki fá nægilega mikið traust frá Pep Guardiola til að spila mikilvæga leiki með byrjunarliðinu.

Það eru gríðarlega mörg félög sem hafa áhuga á McAtee en hann er 22 ára gamall og var fyrirliði ógnarsterks unglingaliðs Man City sem innihélt meðal annars Cole Palmer, Jadon Sancho, Morgan Rogers og Liam Delap.

Hann hefur ekki fengið þann spiltíma sem hann vill með Man City og gæti því verið lánaður út í janúar. Pep Guardiola kom í veg fyrir að hann yrði lánaður út síðasta sumar og bjóst við að nota hann meira á tímabilinu.

„Ég vil halda honum hérna. Ég hélt honum hérna síðasta sumar en hann hefur ekki fengið að spila mikið síðan þá. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist," sagði Guardiola í gær.

Líklegasti áfangastaður McAtee er í þýska boltanum, þar sem Leverkusen, Mainz, Leipzig, Dortmund og Stuttgart hafa öll spurst fyrir um leikmanninn.
Athugasemdir
banner