Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson átti góðan leik þegar Grimsby Town vann 1-2 útisigur á Doncaster Rovers í ensku 2. deildinni í dag.
Jason Daði skoraði annað mark liðsins snemma í seinni hálfleiknum og það var af glæsilegri gerðinni.
Hann lék boltanum þá í átt að marki og lét svo vaða yfir markvörð Doncaster.
Eftir sigurinn er Grimsby í 9. sæti deildarinnar með 48 stig úr 31 leik.
48' | WHAT HAVE I JUST SEEN!
— Grimsby Town F.C. (@officialgtfc) February 15, 2025
0-2 | #GTFC pic.twitter.com/3j9MuVLb78
Athugasemdir