Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   lau 15. febrúar 2025 14:26
Hafliði Breiðfjörð
England: Glæsimark Jasons Daða fyrir Grimsby
Mynd: Grimsby
Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson átti góðan leik þegar Grimsby Town vann 1-2 útisigur á Doncaster Rovers í ensku 2. deildinni í dag.

Jason Daði skoraði annað mark liðsins snemma í seinni hálfleiknum og það var af glæsilegri gerðinni.

Hann lék boltanum þá í átt að marki og lét svo vaða yfir markvörð Doncaster.

Eftir sigurinn er Grimsby í 9. sæti deildarinnar með 48 stig úr 31 leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner