Atletico Madrid fékk tækifæri að komast á toppinn í spænsku deildinni eftir að grannarnir í Real Madrid misstigu sig í dag.
Atletico fékk Celta Vigo í heimsókn en þetta varð brekka fyrir Atletico þegar Pablo Barrios var rekinn af velli á sjöundu mínútu þegar hann fór með takkana á undan í Pablo Duran, framherja Celta Vigo.
Ekki skánaði það þegar Robin Le Normand steig á Borja Iglesias inn í teig og vítaspyrna dæmd. Iago Aspas steig á punktinn og skoraði en hann var aðeins búinn að vera inn á vellinum í sex mínútur.
Alexander Sörloth var búinn að vera inn á í þrjár mínútur þegar hann jafnaði metin fyrir Atletico en nær komust þeir ekki.
Valencia komst upp úr fallsæti þegar liðið náði í sterkt stig á útivelli gegn Villarreal.
Atletico Madrid 1 - 1 Celta
0-1 Iago Aspas ('68 , víti)
1-1 Alexander Sorloth ('81 )
Rautt spjald: Pablo Barrios, Atletico Madrid ('7)
Villarreal 1 - 1 Valencia
1-0 Pape Gueye ('32 )
1-1 Umar Sadiq ('84 )
Athugasemdir