Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   mán 15. mars 2021 22:55
Atli Arason
Myndband: Rui Patrício fékk þungt höfuðhögg - Ekki fyrir viðkvæma
Rui Patrício varð fyrir því sem virðist vera hræðilegum höfuðmeiðslum í leik Wolves og Liverpool. Atvikið skeði eftir 85 mínútur, þegar Mo Salah sleppur í gegnum vörn Wolves og skoraði en var svo dæmdur rangstæður.

Conor Coady sem kom á fleygiferð til baka að elta uppi Salah virðist í kjölfarið reka hægri hnéskelina í höfuðið á Rui Patrício sem lág alveg óvígur eftir. Bresku sjónvarpsmennirnir neituðu að endursýna atvikið í beinni útsendingu en þó sást á varamannabekk Wolves þar sem Nuno Espirto Santo, þjálfari Wolves, og fleiri sem horfðu á atvikið aftur í sjónvarpsskjá varamannabekksins, voru augljóslega mjög brugðið miðað við svipbrigði þeirra. Nuno Santo virtist vera tári nær og Conor Coady var einnig algjörlega miður sín. Hér má sjá myndband af atvikinu en vert er að vara viðkvæma við því.

Rui Patrício var borinn af velli með súrefniskút og spelku um hálsinn. Wolves fékk að nota fjórðu og auka skiptinguna vegna höfuðmeiðsla til að fá John Ruddy í markið síðustu mínúturnar. Það tók rúmlega 13 mínútur að hlúa að Patrício og 7 mínútum var bætt við leikinn sem endaði með 0-1 sigri Liverpool.

Einhver umræða hefur brotist út á Twitter í kjölfar atviksins þar sem sumir gagnrýna þessu nýju reglu varðandi rangstöðuna, að aðstoðardómarinn lyfti ekki upp flagginu fyrr en sóknin klárast. Aðstoðardómarinn virtist vera viss um að Salah væri í rangstöðu þegar hann fær sendinguna frá Alex Oxlade-Chamberlain en lyfti ekki upp flagginu fyrr en Salah var búinn að skjóta boltanum, sekúndu áður en Coady og Patrício skella saman.

Ekki er langt liðið frá því að Raul Jiminez, framherji Wolves, útskrifaðist á sjúkrahúsi eftir þungt höfuðhögg.





Athugasemdir
banner