Mino Raiola, umboðsmaður Erling Braut Haaland, er mættur til Ítalíu til að ræða við forráðamenn Juventus. Goal greinir frá þessu.
Raiola er mættur aftur til heimalandsins eftir að hafa verið á ferðalagi um Evrópu undanfarið.
Raiola hefur fundað með forráðamönnum félaga í Englandi sem og með Barcelona og Real Madrid um Haaland.
Líklegt er að Haaland verði einnig til umræðu á fundi með Juventus en Raiola er einnig með fleiri leikmenn á sínum snærum eins og Paul Pogba.
Haaland er gríðarlega eftirsóttur og ljóst er að slegist verður um hann í sumar. Dortmund hefur þó sagt að félagið þurfi ekki endilega að selja hann.
Athugasemdir